Viðskipti innlent

Afþreying kostar skildinginn

Freyr Bjarnason skrifar
Latibær
Latibær
Ýmiss konar afþreying er í boði á höfuðborgarsvæðinu fyrir barnafjölskyldur. Á meðal þess sem hægt er að gera er að skella sér í leikhús, keilu eða bíó. Dýrast er að fara á nýju barnaleikritin Línu Langsokk og Latabæ á meðan ódýrast er að fara í bíó.

Taka skal fram að ekki fylgir með í tölunum kostnaðurinn við mat, drykki og sælgæti sem getur fylgt afþreyingunni og því getur hann hækkað umtalsvert þegar um vísitölufjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn, er að ræða.

Lína Langsokkur

Í Borgarleikhúsinu verður á laugardag frumsýndur söngleikurinn Lína Langsokkur. Lína á fastan sess í hugum flestra barna og eiga mörg þeirra vafalítið eftir að biðja foreldra sína um miða á sýninguna.

Einn miði 4.250 krónur

Fjölskyldan 17.000 krónur

Latibær

Stærsta barnasýning Þjóðleikhússins í vetur, Latibær, verður frumsýnd á sunnudag. Íslenskir krakkar hafa margir hverjir alist upp við að horfa á Latabæ í sjónvarpinu og eiga þeir örugglega eftir að flykkjast á sýninguna með foreldrum sínum.

Einn miði  3.400-4.200 kr.

Fjölskyldan 13.600-16.800 kr.

Trúðleikur

Trúðleikur í Tjarnarbíói var fyrst sýndur í Frystiklefanum á Rifi við mjög góðar undirtektir. Núna verður leikurinn endurtekinn í Tjarnarbíói í Reykjavík.

Einn miði 2.000-2.900kr.

Fjölskyldan 8.000-11.600 kr.

Langafi prakkari

Leikritið Langafi prakkari í Möguleikhúsinu er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn. Verkið hefur verið sýnt um 300 sinnum frá því það var frumsýnt árið 1999.

Einn miði 2.500 kr.

Fjölskyldan10.000 kr.

Keila

Það getur verið gaman að skella sér í keilu en það er langt í frá ókeypis því hver mínúta kostar 90-108 krónur.

Keiluhöllin í Öskjuhlíð

25 mínútur 2.250 kr (kvöld- og helgarverð).

Fjölskyldan 9.000 kr.

Keiluhöllin Egilshöll

25 mínútur 2.700 kr. (kvöld- og helgarverð).

Fjölskyldan 10.800 kr.

Bíó

Teiknimyndin Flugvélar: Björgunarsveitin er sýnd í Sambíóunum. Börnin kynntust áburðarflugvélinni Dusty í Disney-myndinni Flugvélar sem var frumsýnd í ágúst í fyrra. Núna er komið að framhaldsmyndinni.

Einn miði 700-1.300 kr.

Fjölskyldan 4.000 kr (ef annað barnið er undir 8 ára).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×