Handbolti

Afsökunin fyrir að birta myndirnar af Noru Mörk | Héldu að þær væru af Instagram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nora Mörk.
Nora Mörk. Vísir/Getty
Eitt dagblaðið sem birti stolnu myndirnir af norsku handboltakonunni Noru Mörk bauð blaðamannni Verdens Gang upp á eina lélegustu afsökun ársins þegar hann leitaði útskýringa á myndbirtingunum.

Verdens Gans hefur fjallað vel um mál Noru Mörk en hún er enn að glíma við það að brotist var inn í síma hennar á síðasta ári og viðkvæmum myndum stolið.

Nora var líka mjög óátt með viðbrögð norska handboltasambandsins við því að leikmenn norska karlalandsliðsins væru að dreifa á milli sín viðkvæmum myndum af henni.

Mál Noru Mörk hefur vakið mikla athygli og í lok síðustu viku urðu síðan fjölmiðlar í Austur-Evrópu uppvísir að því að birta myndirnar af Noru Mörk opinberlega.





Lögfræðingur Noru Mörk fór strax í málið og leitaði strax aðstoðar norska utanríkisráðuneytisins. Blaðamaður Verdens Gang leitaði hinsvegar skýringa hjá einum af þessum umræddu fjölmiðlum. Af hverju birtu þeir myndirnar af Noru?

„Þegar við birtum myndirnar þá vissum við ekki að þær væru stolnar. Við tókum greinina úr birtingu þegar við áttuðum okkur á því eftir nokkra klukkutíma,“ sagði fulltrúi eins fjölmiðilsins í samtali við VG.

„Við vorum ekki þeir fyrstu til að birta myndirnar og við fengum senda marga tengla af því að fólk var að deila myndunum. Þannig komust við yfir þær,“ sagði þessi ónefndi starfsmaður blaðsins.





Hann lýsti blaði sínu sem íhaldssömum fjölmiðli og taldi að myndirnar af Noru hefðu komið af hennar eigin Instagram-reikningi.

„Margir Instagram notendur birta myndir af sér sjálfum. Blaðamaðurinn mátti samt ekki nota nektarmyndirnar því það gerum við ekki,“ sagði starfsmaðurinn en hvernig áttaði hann sig á því að myndirnar væru fengnar ófrjálsri hendi?

„Við bárum myndirnar saman við myndir í öðlum miðlum og þetta leit orðið grunsamlega út.“


Tengdar fréttir

Fyrirliði karlalandsliðsins gagnrýnir tímasetninguna hjá Noru

Norska handboltalandsliðið tryggði sér í gær sæti í milliriðli á EM í Króatíu eftir öruggan ellefu marka sigur á Austurríkismönnum. Það gekk hinsvegar mikið á í kringum liðið í aðdraganda leiksins eftir yfirlýsingu landsliðskonunnar Noru Mörk.

Nora Mörk svarar Myrhol: Hefur ekki misst trúna á öllum karlmönnum

Norska handboltakonan Nora Mörk hefur nú svarað gagnrýni fyrirliða norska karlalandsliðsins en Bjarte Myrhol gagnrýndi hana fyrir slæma tímasetningu á því þegar hún sagði frá því að viðkvæmar myndir af henni hefðu gengið á milli leikmanna norska karlalandsliðsins í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×