Viðskipti erlent

Afskrifa skuldir fátækustu íbúa landsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Zoran Milanovic, forsætisráðherra Króatíu.
Zoran Milanovic, forsætisráðherra Króatíu. Vísir/Getty
Ríkisstjórn Króatíu hefur ákveðið að afskrifa skuldir fátækustu íbúa landsins. Aðgerðaráætlunin, sem kallast „Nýtt upphaf“, hefst á morgun og hefur það að markmiði að hjálpa hluta þeirra 317.000 Króata sem bankastofnanir hafa lokað á vegna skulda þeirra.

Velferðarráðherra landsins, Milanka Opacic, gerir ráð fyrir að aðgerðirnar muni hjálpa um 60.000 Króötum.

Áætlaður kostnaður við afskriftirnar er allt að 210 milljónir króatískra kúna, eða sem samsvarar um 4 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir mikinn kostnað býst ríkisstjórnin við að langtímaáhrif aðgerðarinnar verði góð.

Nú þegar hefur verið samið við níu banka og stærstu símafyrirtæki landsins um að taka þátt í afskriftunum.

Slæm skuldastaða fjölmargra landsmanna hefur haft mikil áhrif á efnahag landsins og eftir sex ár af samdrætti í efnahagslífi er búist við litlum hagvexti í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×