Viðskipti innlent

Áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Greiningardeild Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 7,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og að raungildi hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 1,6 prósent á tímabilinu. Í september voru verðir 453 kaupsamningar með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 347 á sama tímili í fyrra. Aukningin er 31 prósent.

Þá spáir greiningardeildin að nýfjárfestingar á íbúðarhúsnæði haldi áfram að vaxa á næstunni. Til marks um það séu íbúðir, sem hætt var að byggja í hruninu, í auknum mæli fullkláraðar og komnar í notkun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×