Innlent

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn stórslasaðan á neyðarmóttöku Landspítalans, þar sem hann liggur enn þungt haldinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn stórslasaðan á neyðarmóttöku Landspítalans, þar sem hann liggur enn þungt haldinn. visir/vilhelm
Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna, en þeir voru handteknir í Grundarfirði 17. júlí síðastliðinn, grunaðir um fólskulega líkamsáras á ungan karlmann þar.

Árásin átti sér stað á hafnarsvæðinu í bænum og urðu vitni að henni. Þolandinn liggur enn þungt haldinn á Landsspítalanum. Árásarmennirnir voru í framhaldinu úrksurðaðir í gæsluvarðhald, sem nú hefur verið framlengt. Báðir hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar.-


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×