Viðskipti innlent

Áfram verulega aukning á fasteignaviðskiptum

Fasteignaviðskipti halda áfram að aukast verulega milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var 446 kaupsamningum þinglýst í borginni í júlí og heildarveltan nam rúmum 12 milljörðum króna. Þetta er aukning um tæp 60% bæði hvað varðar fjölda samninga og heildarveltu frá því í júlí í fyrra.

Fjallað er um málið á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að í júlí s.l. námu viðskipti með eignir í fjölbýli  8,1 milljarði kr., viðskipti með eignir í sérbýli 3,6 milljörðum kr. og viðskipti með aðrar eignir 0,3 milljörðum króna.

Þegar júlí s.l. er borinn saman við júní fjölgar kaupsamningum um 19,9% og velta eykst um 13,8%. Í júní  var 372 kaupsamningum þinglýst, velta nam 10,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,5 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 22 í júlí eða 5,2% af öllum samningum. Í júní voru makaskiptasamningar 19 eða 5,4% af öllum samningum. Í júlí í fyrra voru makaskiptasamningar 50 eða 18,9% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×