ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 10:30

Á rúntinum međ Corden: Kaninn ţekkir ekki Take That

LÍFIĐ

Afobe til Bournemouth á metfé

 
Enski boltinn
20:02 10. JANÚAR 2016
Benik Afobe er mćttur til nýliđa Bournemouth.
Benik Afobe er mćttur til nýliđa Bournemouth. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Benik Afobe er genginn í raðir nýliða Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Afobe kemur frá Wolves þar sem hann hefur raðað inn mörkum.

Afobe, sem er uppalinn hjá Arsenal, hefur skorað 23 mörk mörk í 48 leikjum í ensku B-deildinni. Hann er annar leikmaðurinn sem nýliðarnir fá í glugganum, en áður hafði Juan Iturbe gengið í raðir liðsins frá Roma.

Eddie Howie segir að Afobe komi með styrk, hraða og vonandi mörk, en Howie missti aðalframherja sinn, Callum Wilson, og vængmanninn Max Gradel í langtímameiðsli fyrr á tímabilinu.

Þetta er mesta fjárhæð sem Bournemouth hefur borgað fyrir leikmann, en áður höfðu þeir borgað 8 milljónir punda fyrir Tyrone Mings varnarmann Ipswich síðasta sumar. Hann meiddist einnig og verður frá í lengri tíma.

Wolves hafnaði boði Norwich í Afobe í sumar, en með trega urðu þeir að samþykkja þetta boð þar sem ekkert annað var í stöðinni segir í yfirlýsingu frá Wolves.

Bournemouth er í 16. sæti deildarinnar með 21 stig, fjórum stigum fyrir ofan Newcastle sem er í fallsæti, átjánda sæti.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Afobe til Bournemouth á metfé
Fara efst