Innlent

Afnám hafta er sérfræðingavinna

Sérstök umræða fór fram um afnám fjármagnshafta á Alþingi í gær.
Sérstök umræða fór fram um afnám fjármagnshafta á Alþingi í gær. Fréttablaðið/Ernir
Verið er að leggja lokahönd á vinnu sérfræðinga við að kortleggja kosti sem uppi eru við afnám hafta að því er fram kom hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Bjarni segir að hingað til hafi meiri kraftur farið í að framfylgja höftum, en nú væri áhersla lögð á afnám þeirra. Aldrei hafi fleiri verið í fullri vinnu við að kortleggja undirliggjandi vanda og finna lausnir á þeim vanda sem afnám hafta geti haft í för með sér.

Í umræðunum kom fram að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, legði áherslu á að afnám hafta myndi ekki valda almennri kjaraskerðingu hjá fólki og að bæði almenningur og þingmenn væru upplýstir um stöðu mála því ákvarðanir gæti þurft að taka fljótt.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi í umræðunni, lagði einnig áherslu á að málið yrði unnið í sátt og samráði. Fjármálaráðherra tók undir þau sjónarmið og sagði að vinna sérfræðinga verði brátt kynnt á pólitískum samráðsvettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×