Íslenski boltinn

Afmælisbarnið Andrés Már framlengdi við Fylki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Þór, Ólafur Íshólm og Andrés Már ásamt Helga Sigurðssyni, nýráðnum þjálfara Fylkis.
Andri Þór, Ólafur Íshólm og Andrés Már ásamt Helga Sigurðssyni, nýráðnum þjálfara Fylkis. mynd/einar ásgeirsson
Þrátt fyrir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni í haust virðist Fylkir ætla að halda flestum af sínum lykilmönnum.

Þrír leikmenn hafa framlengt samninga sína við Fylki. Þetta eru þeir Andrés Már Jóhannesson, Andri Þór Jónsson og Ólafur Íshólm Ólafsson. Þeir eru allir uppaldir Fylkismenn.

Andrés Már, sem fagnar 28 ára afmæli sínu í dag, er leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild með 157 leiki. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í upphafi þessa árs.

Andri Þór, sem er 25 ára, lék 17 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Hann hefur alls spilað 59 leiki fyrir Fylki í efstu deild.

Ólafur Íshólm er 21 árs gamall markvörður. Hann var inn og út úr byrjunarliði Fylkis í sumar en spilaði alls 14 leiki. Hann á alls 29 leiki í efstu deild að baki.

Næsta sumar leikur Fylkir í fyrsta sinn í næstefstu deild frá árinu 1999. Helgi Sigurðsson var ráðinn þjálfari Fylkis eftir síðasta tímabil og hann fær það verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×