Innlent

Aflandskrónum komið í vinnu

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segist vona að uppboð með aflandskrónur verði auglýst fljótlega. Fréttablaðið/Stefán
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segist vona að uppboð með aflandskrónur verði auglýst fljótlega. Fréttablaðið/Stefán
Seðlabankinn áformar að efna til uppboðs á erlendum gjaldeyri fyrir eigendur aflandskróna. Um tilraunaverkefni er að ræða og verða lágar fjárhæðir boðnar upp, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Már fjallaði um bankakreppuna, gjaldeyrishöftin og afnám þeirra í erindi á ráðstefnu evrópskrar rannsóknarmiðstöðvar í Brussel í gær. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir seðlabankastjóranum að uppboðið sé hluti af afnámi haftanna og vonist hann til að þær leiði til þess að örva hér fjárfestingu.

Már sagðist vona að fyrsta uppboðið verði auglýst innan tveggja vikna en útilokaði ekki að það yrði gert á föstudag. - jab



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×