Viðskipti innlent

Afkoma Strætó jákvæð um 370 milljónir

vísir/gva
Afkoma Strætó bs. var jákvæð um 370 milljónir króna árið 2014 samkvæmt ársreikningi sem samþykktur var af stjórn á fundi hennar í dag. Þetta er sjötta árið í röð sem afkoma fyrirtækisins er jákvæð.

Farþegum Strætó fjölgaði um 4,4 prósent á árinu 2014 frá árinu á undan, eða úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 10,3, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Þá jukust tekjur af fargjöldum um 3,9 prósent, úr tæpum 1.421 m.kr í tæplega 1.477 m.kr. Afkoma fyrirtækisins er lægri en árið 2014 en 2013, en skýrist það meðal annars af framlagi ríkisins til Strætó um 80 milljónir króna. Fyrirtækið fjárfesti í tólf nýjum vögnum á árinu 2013 fyrir 409 milljónir króna og á árinu bættust við tuttugu nýir vagnar.

„Það að afkoman sé jákvæð enn eitt árið gerir okkur kleift að halda áfram að bæta og efla þjónustuna og vagnaflotann sem skilar sér í betri þjónustu.“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Farþegum okkar heldur áfram að fjölga líkt og undanfarin ár, sem er ánægjulegt,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×