Erlent

Afi skaut barnsföður dóttur sinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla girtu af stóru svæði í kringum dómshúsið í miðborg Kaupmannahafnar.
Lögregla girtu af stóru svæði í kringum dómshúsið í miðborg Kaupmannahafnar. Vísir/AFP
Maðurinn sem lést í skotárásinni í dómshúsi í miðborg Kaupmannahafnar í morgun var lögmaður. Skilnaðar- og umgengnismál var tekið fyrir í réttarsal þegar árásin var gerð, en sá sem særðist lífshættulega er faðir barnsins.

Að sögn TV2 er árásarmaðurinn afi barnsins, faðir móður barnsins. Hvorki móðir barnsins né barnið voru í réttarsalnum þegar árásin var gerð.

Skotárásin átti sér stað í dómshúsinu við Hestemøllerstræde í grennd við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn í morgun.

Árásarmaðurinn skaut fimm eða sex skotum úr afsagaðri haglabyssu og flúði svo dómshúsið, en var handtekinn skömmu síðar fyrir utan húsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×