Erlent

Afhöggvið eiturslönguhöfuð beit kokk til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Kokkurinn var að matreiða ormasúpu þegar hann lést. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Kokkurinn var að matreiða ormasúpu þegar hann lést. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Kínverskur kokkur lést eftir að hafa verið bitinn af kóbraormi, tuttugu mínútum eftir að höfuð ormsins hafði verið skorið af.

Í frétt Mirror segir að kokkurinn hafi starfað á veitingastað í suðurhluta Kína og verið að matreiða ormasúpu þegar atvikið átti sér stað. Segir að kokkurinn hafi verið á leið með höfuðið út í ruslatunnu þegar hann varð fyrir biti og hafi sjúkraliði ekki tekist að bjarga lífi hans.

„Það er afar sjaldgæft að svona eigi sér stað og þetta virðist hafa verið slys,“ segir talsmaður lögreglu við Mirror.

Að sögn eiturslöngusérfræðingsins Yang Hong-Chang geta kóbrur hreyft sig í allt að klukkustund eftir að hafa misst ákveðna hluta búksins.

Í myndskeiði frá Mail Online má sjá hvernig kóbra heldur áfram að bíta saman tönnunum löngu eftir að hafa fengið höfuðið sitt afskorið. Rétt er þó að vara viðkvæma við myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×