Innlent

Afhentu útvarpsstjóra bænaskjal og bænabók

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í morgunsólinni við Efstaleiti í morgun.
Í morgunsólinni við Efstaleiti í morgun. Vísir/GVA
Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman við Útvarpshúsið í Efstaleiti klukkan 7:30 í morgnun til þess að þakka útvarpsstjóra og hvetja hann til að halda áfram með Orð kvöldsins í þágu eldri borgara.

Sem kunnugt er dró útvarpsstjóri á dögunum ákvörðun sína til baka um að hætta með dagskrárliðina Morgunbæn og Orð kvöldsins.

Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að í hópnum séu hvorki aðgerðarsinnar né mótmælendur.

„Við erum kristið fólk sem viljum eiga samleið í bæn. Bænin opnar fyrir það fegursta í hjarta okkar og hug,“ segir hópurinn sem bað þakkar- og fyrirbæn á grasbalanum í rjóðrinu fyrir norðan Útvarpshúsið í morgun.

Var stundin sett upp í anda þeirra helgu stunda sem útvarpað er á Rás 1. Var textum dreift á svæðinu til að allir gætu tekið virkan þátt. Var meðal annars farið með Faðir vor og sungið „Í bljúgri bæn“.

Þá var útvarpsstjóra afhent bænabók og kort í þakklætisskyni og jafnframt hvatning til að færa morgunbænina aftar á dagskránni og leyfa kvöldorðum að standa.

Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Hrönn Bolladóttir í bænastundinni í morgun.Vísir/GVA

Tengdar fréttir

Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna

Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli.

Borgarfulltrúi saknar bænanna

Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða.

Síminn stoppaði ekki hjá Ellimálaráði

Símtölum frá eldri borgurum rigndi yfir Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma eftir að Rás 1 ákvað að hætta lestri bæna. Ákvörðunin var dregin til baka í gær. Fyrir sjö árum fundaði ráðið með þáverandi útvarpsstjóra með góðum árangri.

Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“

Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar.

Bænirnar verða áfram á RÚV

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×