Afgerandi sigrar Sanders í Alaska og Washington

 
Erlent
23:32 26. MARS 2016
Sigur Bernie Sanders í Washington-ríki ţykir sérstaklega mikilvćgur fyrir áframhaldandi kosningabaráttu hans.
Sigur Bernie Sanders í Washington-ríki ţykir sérstaklega mikilvćgur fyrir áframhaldandi kosningabaráttu hans. VÍSIR/GETTY

Bernie Sanders sigraði örugglega í forkosningum Demókrata í Alaska og Washington-ríki á sem haldnar voru á laugardag. Sigurinn er talinn lífsnauðsynlegur fyrir kosningabaráttu Sanders eftir góða sigra Hillary Clinton að undanförnu.

Sigur Sanders var afgerandi. Í Alaska fékk Sanders um 80 prósent atkvæða en 73 prósent í Washington-ríki. Einnig er kosið í Hawaii en kosning þar var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð.

Clinton er með um 300 kjörmanna forskot á Sanders og því lagði öldungardeildarþingmaðurinn frá Vermont mikla áherslu á kosningarnar í Washington-ríki enda stuðningur 118 kjörmanna undir.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Fyrir kosningarnar í ríkjunum þremur var Sanders með 920 kjörmenn gegn 1.223 kjörmönnum Clinton. Séu hinir svokölluðu ofurkjörmenn taldir með er Clinton hinsvegar með afgerandi forystu, 1.692 gegn 949. Með sigrum Sanders í Washington og Alaska nær hann loks að skríða yfir 1.000 kjörmanna múrinn og saxa lítið eitt á forskot Clinton.

Sanders er enn sigurviss þó að hann þurfi að sækja á Clinton sem í auknum mæli er farinn að undirbúa kosningabaráttu sína gegn frambjóðenda Repúblikanaflokksins, hljóti hún útnefningu Demókrataflokksins.

Næst verður kosið í Wisconsin þann 5. apríl næstkomandi þar sem 96 kjörmenn eru undir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Afgerandi sigrar Sanders í Alaska og Washington
Fara efst