Innlent

Áfengisneysla kvenna eykst

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Áfengisneysla karla hefur dregist saman.
Áfengisneysla karla hefur dregist saman. vísir/gva
Áfengisneysla karla hefur lítillega dregist saman frá hruni en hún hefur aukist um tvö prósent meðal kvenna. Árið 2009 drukku 46 prósent kvenna að minnsta kosti eitt glas af áfengi mánaðarlega samanborið við 48 prósent árið 2012. 

Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi Landlæknisembættisins, en þar eru neysluvenjur áfengis sérstaklega skoðaðar.

Litlar breytingar eru á neyslumynstri Íslendinga á áfengi árin 2007, 2009, 2012 og 2014 að árinu 2009 undandskildu. Það ár dróst neysla nokkuð saman og talið er að orsökin sé efnahagshrunið.

Sala á áfengum drykkjum hefur jafnt og þétt aukist frá árinu 1986 og er nú um 7,2 lítrar á hvern Íslending yfir 15 ára aldri.

Almennt stunda karlar meiri ölvunardrykkju en konur. ölvunardrykkja karla hefur þó dregist verulega saman eða úr 55 prósentum í 45 prósent frá árinu 2007.

Þá hefur ölvunardrykkja kvenna aukist úr 20 prósentum árið 2007 í 24 prósent árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×