Erlent

Afbrigðilegt veðurfar hrjáir jarðarbúa næstu árin

Í nýrri skýrslu frá IPCC loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna mun afbrigðilegt veðurfar halda áfram að hrjá jarðarbúa næstu árin.

Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber enn en AP fréttastofan hefur komist yfir eintak af henni.

Í skýrslunni segir að áfram verði mikið um gífurlegar rigningar, verulega þurrka, fellibyli og annað afbrigðilegt veðurfar á jörðinni eins og jarðarbúar hafa upplifað á síðustu tveimur árum.

Kostnaðurinn samfara þessu veðurfari muni stóraukast og víðáttumikil svæði á jörðinni verða óbyggileg ef heldur sem horfir. IPCC telur að hlýnun jarðar valdi þessu afbrigðilega veðurfari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×