Lífið

Afar umdeilt myndband Nicki Minaj

Baldvin Þormóðsson skrifar
Gagnrýnendur eru á því að í þetta sinn hafi Nicki Minaj gengið of langt.
Gagnrýnendur eru á því að í þetta sinn hafi Nicki Minaj gengið of langt. mynd/skjáskot
Tónlistarkonan Nicki Minaj sendi frá sér áhugavert og afar umdeilt tónlistarmyndband við lagið Anaconda á dögunum en lagið er byggt á Weird Al Yankovich slagaranum Baby Got Back sem fjallar um konur með stóra afturenda.

Myndbandið er algjörlega í takt við fyrri myndbönd Minaj en gagnrýnendur eru á því máli að í þetta sinn hafi söngkonan farið örlítið of langt í listsköpun sinni.

Langstærstur hluti myndbandsins fer í Minaj að hrista á sér rassinn sem endar síðan á tónlistarkonunni að veita rapparanum Drake ástríðufullan dans.

Þeir hlutar myndbandsins sem fara ekki í rass tónlistarkonunnar fara hinsvegar í duldar vöruauglýsingar af ýmsu tagi. Þau merki sem sjá má í myndbandinu eru til dæmis MateFit drykkurinn, Beats Pill hátalararnir, VSX æfingafötin, MYX vínið og Air Jordans skórnir en það voru merkin sem blaðamaður sá í fljótu bragði.

Dæmi hver fyrir sig, myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×