Körfubolti

Afar sérstök sigurganga Haukaliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Óskarsson  skoraði 24 stig í Njarðvík í gær.
Haukur Óskarsson skoraði 24 stig í Njarðvík í gær. Vísir/Vilhelm
Haukar komust upp í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir sannfærandi 22 stiga sigur á Njarðvíkingum, 100-78, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær. Þetta var fjórði sigur Haukaliðsins í röð en þetta er nánast einstök sigurganga þegar menn skoða hana aðeins betur.

Þetta leit ekkert alltof vel út hjá Haukum eftir tap í framlengingu á móti Skallagrími í Borgarnesi í lok janúar enda var Hafnarfjarðarliðið þá að tapa sínum fimmta deildarleik í röð og hafði ekki unnið leik í að verða tvo mánuði.

Síðan að langþráður sigur kom í hús eftir frábæra endurkomu á móti Stjörnunni 9. febrúar hefur Haukaliðið hinsvegar unnið alla leiki sína og það sem ekki síður merkilegt að þeir hafa allir verið á móti liðum sem voru ofar í stigatöflunni fyrir leikinn.

Stjarnan var fimm sætum ofar en Haukar, Þór úr Þorlákshöfn var þremur sætum ofar, KR-ingar voru fjórum sætum ofar og Njarðvíkingar voru í næsta sæti fyrir ofan þegar liðin mættu í leikinn í gær.

Það er þó ljóst að Haukarnir vinna ekki lið fyrir ofan sig í næsta leik sem er á móti ÍR-ingum sem sitja eins og er í 10. sæti deildarinnar.



Síðustu fjórir leikir Hauka í Dominos-deild karla:

15. umferð

Haukar (8.sæti) - Stjarnan (3.sæti) 92-77

16. umferð

Þór Þorl. (5.sæti) - Haukar (8.sæti) 71-99

17. umferð

Haukar (5.sæti) - KR (1.sæti) 87-84

18. umferð

Njarðvík (4.sæti) - Haukar (5.sæti) 78-100




Fleiri fréttir

Sjá meira


×