Fótbolti

Af hverju Zidane en ekki Suarez?

Arnar Björnsson skrifar
Zidane er hér nýbúinn að skalla Materazzi.
Zidane er hér nýbúinn að skalla Materazzi. vísir/afp
Það vakti athygli að Luis Suarez var ekki á lista yfir þá 23 fótboltamenn sem koma til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá FIFA.  

Suarez var frábær með Liverpool á síðustu leiktíð og sankaði að sér verðlaunum. Suarez deildi evrópska gullskónum með Cristiano Ronaldo en báðir skoruðu 31 mark á síðustu leiktíð.  

Ljóst er að ástæðan fyrir fjarveru Úrugvæans á lista yfir þá sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims er aðeins ein. Hann beit Ítalann Giorgio Chiellini á HM í Brasilíu í sumar.  

En það hefur áður gerst að fótboltamaður hafi orðið sér til skammar.  

Í úrslitaleik HM 2006 skallaði Zinedine Zidane, Marco Materzzi, og var rekinn út af. Það kom þó ekki í veg fyrir að Zidane varð í fimmta sæti í kjöri á knattspyrnumanni FIFA 2006.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×