Af hverju var Conor međ hendurnar fyrir aftan bak?

 
Sport
15:45 05. DESEMBER 2016
Ţessis tund í bardaganum var geggjuđ.
Ţessis tund í bardaganum var geggjuđ. VÍSIR/GETTY

Ein af stóru stundunum í bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez var þegar Írinn setti hendurnar fyrir aftan bak. Muhammad Ali-stund hjá Conor þar.

Ástæðan fyrir þessu er ekki bara hroki að því er þjálfarinn hans, John Kavanagh, segir. Conor meiddist á hnúunum í bardaga gegn Nate Diaz og þetta er hans leið til þess að verja höndina. Hann gerir þetta iðulega á æfingum.

„Honum finnst að ef hann setur hægri höndina fyrir aftan bak þá minnir það hann á að nota hana ekki of mikið. Þess vegna fór hann að grípa í höndina. Þetta er sálfræðilegur minnismiði um að passa upp á hægri höndina,“ sagði Kavanagh.Þó svo hann hefði passað upp á hana í smá tíma þá fékk Alvarez heldur betur að finna fyrir hægri höndinni í bardaganum.

Eins og allir ættu að vita þá náði Conor að rota Alvarez í annarri lotu og verða um leið sá fyrsti í sögu UFC til að vera meistari í tveim flokkum á sama tíma.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Af hverju var Conor međ hendurnar fyrir aftan bak?
Fara efst