FIMMTUDAGUR 30. MARS NŢJAST 14:30

LovÝsa Thompson ekki eina 1999-stelpan Ý A-landsli­inu

SPORT

Af hverju svona alvarlegur? Jˇkerinn klßra­i febr˙ar me­ ■ri­ju ■rennunni

 
K÷rfubolti
16:00 01. MARS 2017

Serbneski landsliðsmaðurinn Nikola Jokic, kallaður Jókerinn, heldur áfram að spila frábærlega fyrir Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína á nýju ári.

Jokic var allt í öllu hjá Denver í nótt þegar liðið pakkaði Chicago Bulls saman, 125-107, á útivelli en Serbinn skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotunum sínum og öllum fjórum vítaskotunum.

Þetta er þriðja þrenna Jokic á árinu en allar komu þær í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna.

Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins.

Febrúar hefur verið viðburðarríkur hjá Jokic. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks.

Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver.

Brot af því besta með Jokic frá því í nótt má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / K÷rfubolti / Af hverju svona alvarlegur? Jˇkerinn klßra­i febr˙ar me­ ■ri­ju ■rennunni
Fara efst