Fótbolti

Af hverju að skipta Markovic inn á?

Steven Gerrard svekktur eftir leik í gær.
Steven Gerrard svekktur eftir leik í gær. vísir/getty
Liverpool féll úr leik í Meistaradeildinni í gær og stjóri liðsins, Brendan Rodgers, er gagnrýndur víða eftir að liðinu mistókst að leggja Basel í gær.

Á meðal þeirra sem gagnrýna Rodgers er Phil Thompson, fyrrum goðsögn hjá félaginu. Hann skilur ekkert í því af hverju Lazar Markovic kom af bekknum í hálfleik í gær en sá fékk að líta rauða spjaldið sextán mínútum síðar.

„Ég skil ekki af hverju hann kom inn þegar við erum að sjá Adam Lallana í flestum leikjunum. Svo hefði Coutinho líka verið betri því hann getur opnað varnir andstæðinganna. Mér fannst þetta mjög skrítið og skil ekki af hverju þeir voru ekki að spila," sagði Thompson.

Thompson hefur einnig áhyggjur af því að tíu árum eftir að Steven Gerrard skaut liðinu áfram í keppninni sé liðið enn of háð Gerrard.

„Leikmenn liðsins verða að stíga upp. Það eru ekki til margir menn eins og Steven Gerrard og hann er orðinn 34 ára. Hann er samt sá eini sem reynir að brjóta upp leikinn og þjösnast á liði andstæðinganna.

„Maður býst við því að fleiri komi til hjálpar. Frammistaðan í Meistaradeildinni var alls ekki nógu góð og liðið er alls ekki á nógu góðum stað. Rodgers verður að versla og ég held hann verði að versla gæðamann í stað þess að kaupa fleiri miðlungsmenn."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×