Erlent

Ættingjar höfða mál gegn Putin vegna MH17

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ættingjar farþega malasísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu hafa höfðað mál gegn Vladimir Putin, forseta Rússlands, vegna atviksins. Lögmannafyrirtæki frá Ástralíu, sem einnig vann fyrir ættingja fórnarlamba í Lockerbie árásinni, sér um málið og farið er fram á tíu milljónir dala í bætur fyrir hönd hvers fórnarlambs.

Flugvélin var skotin niður á flugi yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússlandi í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí 2014. Allir farþegar og áhöfn, alls 298 manns, létu lífið. 28 Ástralar voru um borð í flugvélinni sem var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur.

Samkvæmt Sky News koma ættingjar farþega frá Ástralíu, Malasíu og Nýja-Sjálandi að lögsókninni.

Hollensk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður með eldflaug af rússneskri gerð. Rússar þvertóku þó fyrir það og fóru fram á nýja rannsókn sem gerð yrði af Sameinuðu þjóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×