Erlent

Ætluðu að safna fé fyrir klíkuforingja

Hinn óforbetranlegi Herron.
Hinn óforbetranlegi Herron.
Hætt hefur verið við fjársöfnun fyrir leiðtoga hinnar alræmdu New York-klíku, Bloods, eftir að það fréttist að gengið ætlaði að safna fé fyrir leiðtogann. Foringinn, Ronald Herron, er almennt álitinn leiðtogi klíkunnar sem hefur fjölmörg líf á samviskunni í gegnum árin. Herron sætir nú ákærum fyrir morð, skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu.

Og það kostar að sæta slíkum ákærum.

Félagar hans auglýstu því víða í New York að þeir ætluðu að halda fjársöfnun á næturklúbbi þar sem herramennirnir Papoose, Byrd Gang Shoota og Uncle Murda, áttu að spila fyrir dansi. Það kostaði 40 dollara inn á samkomuna en forsvarsmenn ballsins sögðu að féð myndi renna til fátækra tónlistarmanna innan hipp-hopp geirans.

Samkvæmt vefsíðu New York Post kom á daginn að peningurinn átti að renna alfarið í varnarkostnað leiðtogans sem gæti verið líflátinn verði hann fundinn sekur. Ekki er þó ljóst hvort féð ætti að renna til lögfræðinganna eða til þess að fjármagna eitthvað annað málinu tengdu.

Herron virðist ekki vera neitt lamb að leika sér við. Eftir að hann var handtekinn árið 2010 hefur lögreglan í New York rannsakað flóttatilraun kappans, hótanir gegn vitnum í máli hans og meintu samræði við kvenkyns fangavörð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×