Sport

Ætlar að hætta eftir að hafa unnið Opna bandaríska

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pennetta með sinn fyrsta og síðasta risatitil í einstaklingskeppni á ferlinum.
Pennetta með sinn fyrsta og síðasta risatitil í einstaklingskeppni á ferlinum. Vísir/Getty
Ítalska tenniskonan, Flavia Pennetta, bar sigur úr býtum í risamóti í einstaklingsleik í fyrsta sinn á Opna bandaríska meistaramótinu er hún lagði Roberta Vinci að velli í úrslitunum.

Tilkynnti hún síðan á blaðamannafundi eftir úrslitaleikinn að þetta stórmót yrði hennar síðasta stórmót.

Það var óvæntur úrslitaleikur í mótinu en ítölsku tenniskonurnar hafa þekkst allt frá barnsaldri enda koma þær frá sama svæði í Ítalíu. Var þetta í fyrsta sinn í sögu stórmótanna sem báðir aðilarnir í úrslitaleiknum koma frá Ítalíu.

Bjuggust flestir við því að tennisdrottningin Serena Williams myndi leika til úrslita en henni vantaði titilinn til þess að ná alslemmu (e. grand slam). Serena tapaði nokkuð óvænt gegn Vinci deginum áður.

Pennetta hafði betur í tveimur settum í úrslitaleiknum sem fór fram í New York í gær, 7-6 og 6-2. Tilkynnti hún við verðlaunaafhendinguna að þetta keppnistímabil yrði hennar síðasta.

Mun hún taka þátt í tveimur mótum í Kína og einu í Singapore áður en hin 33 árs gamla Pennetta leggur spaðann á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×