Erlent

Ætlar að fylgjast með lífi annars manns í mánuð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sýndarveruleika gleraugun munu verða áþekk þessum.
Sýndarveruleika gleraugun munu verða áþekk þessum. Vísir/afp
Breski listamaðurinn Mark Farid ætlar sér að búa til nokkuð forvitnilegt listaverk sem jafnframt yrði félagsfræðitilraun. Verkefnið hefur hlotið nafnið Seeing I. Í 28 daga samfleytt ætlar hann sér að horfa á líf annars manns, kallaður Hinn, í gegnum sýndarveruleika gleraugu. Sú persóna fær að vera með Google gleraugu og mun taka upp allt sitt líf og það spilast sjálfkrafa fyrir Farid.

Samfélagsmiðlarnir voru kveikjan að tilrauninni. Höfundum hennar fannst fólk verja of miklum tíma á síðum á borð við Facebook og Instagram og veltu því fyrir sér hvernig færi fyrir manni myndi maður nota allar stundir dagsins til að fylgjast með lífi annars. Eftir miklar umræður komust þeir að því að það væri aðeins ein leið til að komast því, að prófa þetta.

Farid og Hinn munu ekki þekkjast fyrir tilraunina. Eina sem hann fær að vita um hinn aðilann er að hann er gagnkynhneigður karlmaður í sambandi. Á meðan þessu stendur verður Mark innilokaður í herbergi sem inniheldur aðeins rúm, klósett og sturtu. Einnig verður þar myndavél sem mun taka upp allar hans hreyfingar.

Listamaðurinn mun borða á sama tíma og Hinn og reyna eftir fremsta megni að gera það sama og hann. Eina undantekningin verður að er Hinn fer að sofa fær Farid klukkutíma með geðlækni sem mun skoða hann og hlusta á hann en mun ekki svara honum að neinu öðru leiti.

Til að tryggja sjálfstæði hafa aðstandendur verkefnisins ýtt úr vör söfnun á vefsíðunni Kickstarter. Einnig er leit hafin að þeim einstaklingi sem mun verða Hinn. Áhugasamir geta sótt um með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×