Lífið

Ætlaði sér að verða feitasta kona heims en er nú barnshafandi og léttari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útlitið bjartara hjá Riley en í dag borðar hún tvö þúsund kalóríur á dag.
Útlitið bjartara hjá Riley en í dag borðar hún tvö þúsund kalóríur á dag.
Monica Riley komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hún tilkynnti heiminum að hún ætlaði sér að verða feitasta kona heims. Markmið Riley var að verða 450 kíló.

Riley var gagnrýnd töluvert fyrir markmið sitt á sínum tíma, enda var það stórhættulegt. Nú er Riley aftur á móti barnshafandi og er hún komin 15 vikur á leið. Hún hefur nú þegar misst 90 kíló á 10 vikum.

Monica segist hafa misst fóstur í tvígang og hefur það alltaf verið draumur hennar og eiginmannsins Sid að eignast barn saman.

Hún fékk því þau skilaboð frá læknum að hún yrði að léttast að þessu sinni.

„Mig langaði að verða stærsta kona heims, mig langaði að vera algjörlega föst við rúmið. Ég sá ekki hlutina í réttu ljósi fyrr en ég varð ólétt,“ segir Riley.

Hún segist vilja leika við barnið sitt og taka þátt í lífi þess á eðlilegan hátt. „Það er einfaldlega ekki hægt ef ég breyti ekki um lífstíl.“

Í dag borðar Riley mat sem inniheldur tvö þúsund kaloríur á dag, en áður borðaði hún tíu þúsund kaloríur á dag.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×