Lífið

Ætlaði í fornleifauppgröft

Birgitta Birgisdóttir
Birgitta Birgisdóttir Vísir/Stefán
Þegar ég var ung þá ætlaði ég að vinna við… fornleifauppgröft og sá fyrir mér að sitja í skurði allan daginn að rannsaka.

En núna er ég… leikkona og nemi í ferðamálafræði í Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og svo vinn ég á ferðaskrifstofunni Pink Iceland með yndislegu fólki!

Ég mun eflaust aldrei skilja fólk… sem skilur mig ekki.

Ég hef ekki sérstakan áhuga á… rigningu og almennum leiðindum. Mér líkar betur í sólarsömbu.

Karlmenn eru… alls konar.

Ég hef lært að maður á alls ekki að… búast við góðu veðri á sumrin, bara alls ekki!

Ég fæ samviskubit þegar… hmmmm, eru mæður ekki með stöðugt samviskubit?

Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég… fer að sofa.

Um þessar mundir er ég mjög upptekin af… verknáminu mínu á Pink Iceland og undirbúningi mínum fyrir mastersnám og líka að fara í frí til Köben eftir nokkra daga með fjölskylduna mína.

Ég vildi óska þess að fleiri vissu af… snilldarhugmyndum mínum sem ég fæ yfirleitt þegar ég er alveg að sofna og man svo ekki alveg daginn eftir. Sem minnir mig á að ég verð að fara að fá mér nýja bók og penna á náttborðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×