Lífið

Ætlaði að verða söngstjarna

Eva Laufey Kjaran með dóttur sinni Ingibjörgu Rósu.
Eva Laufey Kjaran með dóttur sinni Ingibjörgu Rósu.
Þegar ég var lítil hélt ég að ég myndi verða söngstjarna eftir eitt námskeið í söngskóla Siggu Beinteins



Núna veit ég þó að svo verður ekki.



Ég mun eflaust aldrei skilja  stríð.



Ég hef engan sérstakan áhuga á leiðindum og neikvæðni. Það margborgar sig að einbeita sér að því góða í lífinu.



Karlmenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Alveg eins og við konur.

Ég hef lært að maður á alls ekki að gefast upp á því sem maður trúir á.

Ég fæ samviskubit þegarég gleymi að hringja til baka þegar ég missi af símtölum eða þegar ég gleymi að svara tölvupósti.

Ég slekk á sjónvarpinuþegar við förum að sofa. Ég er vanalega með kveikt á sjónvarpinu yfir daginn þar sem ég á ekki útvarp; þá finnst mér notalegt að hlusta á útvarpið í sjónvarpinu. Það er svo agalega notalegt að hlusta á tónlist á meðan við Ingibjörg Rósa dóttir mín dúllumst hér heima við á daginn.

Um þessar mundir er ég upptekin af dóttir minni, Ingibjörgu Rósu, sem er sjö vikna.

Ég vildi óska að fleiri vissu af mikilvægi þess að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×