Erlent

Ætla að vinna saman varðandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fyrra eldflaugaskoti Norður-Kóreu.
Frá fyrra eldflaugaskoti Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Kína ætla að vinna saman að því að koma í veg fyrir frekari tilraunir Norður-Kóreu með eldflaugar. Undanfarna mánuði hafa yfirvöld þar framkvæmt kjarnorkutilraunir og fjölda eldflaugatilrauna.

Obama og Jinping funduðu í Washington þar sem fjölmargir þjóðarleiðtogar ræða nú um kjarnorkuvopn. Einungis nokkrum klukkustundum eftir fundi forsetanna bárust fregnir af nýrri eldflaugatilraun í Norður-Kóreu.

Kína er helsti bandamaður Norður-Kóreu og sú þjóð sem Kóreumenn eiga mest í viðskiptum við. Bandaríkin hafa lengi kallað eftir því að Kínverjar beiti Norður-Kóreu meiri þrýstingi vegna tilrauna þeirra, sem eru í trássi við Sameinuðu þjóðirnar. Hertar þvinganir gegn Norður-Kóreu virðast hafa gert lítið til að draga úr vilja þeirra til að koma upp kjarnorkuvopnum.





John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um kjarnorkufundinn í Washington.

Tengdar fréttir

Hóta aftur kjarnorkuárásum

Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum.

Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×