Lífið

Ætla að sörfa í Iðnó

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Brim skemmtir í búningum í kvöld.
Hljómsveitin Brim skemmtir í búningum í kvöld. mynd/einkasafn
„Við pössum allavega ennþá í búningana sem voru saumaðir á okkur fyrir 18 árum, það skipti okkur miklu máli að vera í búningum, það er eiginlega aðalmálið,“ segir Curver Thoroddsen, betur þekktur sem Bibbi Barti, gítarleikari sörfhljómsveitarinnar Brims. Brim var áberandi á árunum 1995-1998 og er þekkt fyrir mikla stemningu á böllum og tónleikum.

Það sem er þó áhugavert er að tónlistin sem sveitin spilar er ósungin. „Helstu áhrifavaldarnir okkar eru í svipuðum stíl og tónlistin úr Pulp Fiction myndinni.“

Brim gaf út plötuna Hafmeyjur og hanastél hjá Smekkleysu árið 1996 en helmingurinn af lögunum var frumsaminn og hinn helmingurinn samanstóð af standördum í þessum geira.

Sörfballið mikla fer fram í Iðnó í kvöld og byrjar á miðnætti en sérstakur gestur í hléi er Dj. flugvél og geimskip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×