Innlent

Ætla að kaupa byssur

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm
Ríkislögreglustjóri hefur í undirbúningi greinargerð til ráðherra um kaup á vopnum þar sem þörf lögreglunnar á þeim hafi aukist. Með því að byssunum frá Noregi verði skilað sé komin upp ný staða hjá lögreglunni. Ekki sé gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnum að sinni.

„Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þ. á m. vopnum,“ segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í svari við fyrirspurn RÚV.

Hann segir að viðbúnaðargeta almennu lögreglunnar varðandi vopnamál sé óforsvaranleg. Búnaður sé úreltur og af takmörkuðu magni og að þjálfun sé algjörlega ófullnægjandi.

„Má í því sambandi nefna að í könnun sem Landsamband lögreglumanna lét gera 2012 kom fram að um 70% lögreglumanna taldi vopnaþjálfun of litla og 83,5% þeirra töldu að vopn ættu að vera í lögreglubifreiðum.“


Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum

Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni.

Þörfin fyrir byssurnar var óljós

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×