Innlent

Ætla að græða á tá og fingri á skónum hans Kanye

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaupendur skóna virðast sjá fram á skjótan gróða.
Kaupendur skóna virðast sjá fram á skjótan gróða. Vísir
Svo virðist sem nokkrir kaupendur Adidas Yeezy boost 350 „Pirate Black“ skóna sem fataverslunin Húrra setti á sölu í morgun ætli að græða vel á kaupum sínum. Skórnir kostuðu 34.900 krónur í morgun en fjölmargir biðu í röð, sumir í tvo sólarhringa, til að eiga þess kost að kaupa skóna en aðeins voru tuttugu pör seld.

Auglýsingin í Brask og brall.
Keypti þrjú pör

Í Facebook-hópnum Brask og brall auglýsir notandi einn skóparið til sölu á 105 þúsund krónur. Á Bland.is er annar kaupandi sem vill fá 95 þúsund krónur fyrir parið en hann keypti pör í þremur stærðum í morgun.

„Ég á 3 alveg ónotuð yeezy pör sem ég keypti í húrra Reykjavík þeir eru enn í kassanum og ósnertir! Ég er með stærðir 38'40' og 44,2/3 þessir skór eru limited og komu bara 20 pör hingað til lands þessir skór eru sjúklega töff að ganga í og bara eiga sem safngrip þessir skór eru í skólínu kanye west.

Ég vill henda því inn að ég beið í 48 tíma í röð eftir þeim :) en hér gildir fyrstu borga fyrstu fá!“ segir í skilaboðunum á Bland.is.

Auglýsingin á Bland.is.
Hækka í verði

Skórnir eru hannaðir af rapparanum Kanye West en framleiddir í samstarfi við Adidas.

Ísland í dag ræddi við nokkra drengi í gær sem voru búnir að koma sér fyrir í röðinni. Þeir voru allir sammála um að skórnir myndu hækka í verði með tímanum. 

Því til stuðnings má benda á að fyrri Yeezy skór Kanye West hafa verið boðnir til sölu á 1500 dollara á Ebay sem jafngildir um 200 þúsund krónum.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×