Erlent

Ætla að fá hjól hagkerfisins til að snúast

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jean-Claude Juncker
Jean-Claude Juncker Vísir/afp
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mun á miðvikudaginn kynna 300 milljarða evra fjárfestingaáætlun.

Hagkerfi Evrópu hefur lítið vaxið að undanförnu og hafa margir kjósendur snúist gegn sambandinu. Áætluninni er ætlað að koma tannhjólunum aftur á skrið.

Framkvæmdastjórnin hefur ekki ótarkmarkaðar heimildir og er bundin af fjárhag ríkjanna. Heimildum ber þó ekki saman um hve miklu fé verður varið til áætlunarinnar. Talan 300 milljarðar evra hefur verið nefnd en aðrir telja líklegra að aðeins verði þrjátíu milljörðum varið til verksins. Víst er að fjárfestar og íbúar Evrópusambandsins bíða spenntir eftir tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×