Innlent

Ætla að byggja hundruð íbúða

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sjómannaskólinn.
Sjómannaskólinn. vísir/gva
Byggingafélag námsmanna hyggst byggja 250 til 300 íbúðir á næstu árum og hefur vegna þess gefið út viljayfirlýsingu ásamt Reykjavíkurborg. Að því er fram kemur í tilkynningu er horft til fjögurra svæða.

Fyrsti áfanginn verður bygging 100 íbúða við Stakkahlíð. En þá segjast Reykjavíkurborg og Byggingafélag námsmanna vilja ræða við ríkissjóð um að fá afnot af hluta af lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg og endur­skoða fyrirliggjandi deiliskipulag á lóð félagsins þar hjá. „Í leigusamningi um lóðirnar verður kvöð þess efnis að á lóðunum skuli byggðar eða reknar leiguíbúðir fyrir námsmenn og að eignarhald þeirra skuli ávallt vera óbreytt, nema að fengnu samþykki Reykjavíkurborgar.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×