Viðskipti innlent

Ætla að bjóða ótakmarkað gagnamagn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hringdu ætlar að bjóða ótakmarkað gagnamagn.
Hringdu ætlar að bjóða ótakmarkað gagnamagn.
Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ótakmarkað gagnamagn á öllum

internet tengingum sínum frá og með deginum í dag.

Fjarskiptafyrirtækið hóf sölu á ADSL tengingum með ótakmörkuðu gagnamagni síðastliðið

sumar og hefur nú stigið skrefið til fulls með því að hefja sölu á Ljósneti og Ljósleiðara með

ótakmörkuðu gagnamagni.

Með ótakmörkuðu gagnamagni þurfa notendur ekki lengur að velta fyrir sér hvaðan eða hversu

mikið af gögnum eru sótt eða send. Viðskiptavinir greiða fast verð og lenda aldrei í

aukagjöldum.

„Á meðan helstu samkeppnisaðilar okkar eru byrjaðir að telja allt gagnamagn höfum við ákveðið að hætta því. Við fetum þannig í fótspor frænda okkar á Norðurlöndunum sem lengi hafa selt hraða fram yfir gagnamagn” segir Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs, í tilkynningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×