Erlent

Ætla að „binda endi“ á barnaníð með geldingum

Samúel Karl Ólason skrifar
Joko Widodo, forseti Indónesíu.
Joko Widodo, forseti Indónesíu. Vísir/AFP
Joko Widodo, forseti Indónesíu segir að þjóð sín geti „bundið endi“ á barnaníð í landinu með geldingum. Það er ný stefna ríkisins að gelda barnaníðinga með ákveðnum efnum, en lög sem leyfa slíkt voru samþykkt fyrr í mánuðinum.

Widodo sagði BBC að þjóð sín virti mannréttindi, en ekkert yrði gefið eftir í að refsa barnaníðingum.

„Við erum sterk og við munum standa á okkar. Við munum beita hámarksrefsingu fyrir kynferðisbrot.“

Læknasamtök Indónesíu eru hins vegar ekki sammála. Þau segja að ekki sé hægt að lækna barnagirnd með lyfjum. Þá sé einnig mögulegt að snúa því við aftur með því að undirgangast hormónameðferð.

þar að auki segja samtökin að lyfja-gelding sé gegn siðferðilegum viðmiðum og eiði lækna. Því geti læknar ekki framkvæmt slíkar geldingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×