Innlent

Æfingaskýli ekki pútthús án leyfis

garðar örn úlfarsson skrifar
Hér eru teighögg æfð.
Hér eru teighögg æfð. Fréttablaðið/Vilhelm
„Við erum að ganga frá þessu og þetta fer inn til byggingarfulltrúa jafnvel í þessari viku,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, um byggingu á svæði félagsins sem skortir leyfi fyrir. Byggingarfulltrúi boðar dagsektir verði uppdráttum ekki skilað eða mannvirkið fjarlægt.

Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag var ranglega sagt að mannvirkið sem ekki er byggingarleyfi fyrir væri skemma sem hýsir nú púttvöll Keilis en var upphaflega reist yfir háhyrninga Sædýrasafnsins. Hið rétta er að byggingin er opið æfingaskýli sem Keilir á við hliðina á gamla háhyrningahúsinu.


Tengdar fréttir

Skili uppdrætti eða rífi golfhús

Skipulags- og byggingarfulltrúi í Hafnarfirði hefur gefið Hafnarfjarðarbæ og Golfklúbbnum Keili fjögurra vikna frest til að skila inn uppdráttum að golfskemmu í Steinholti eða fjarlægja húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×