Innlent

Æfinga- og kennsluflug bannað í dag

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.
„Þetta er frekar tilfallandi en eitthvað annað," segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia en allt æfinga- eða kennsluflug verður bannað á Keflavíkurflugvelli í dag vegna manneklu flugumferðastjóra. Slík mannekla bitnar þá helst á Flugakademíu Keilis sem heldur úti flugnámi á svæðinu.

Friðþór segir ástæðuna fyrir manneklu flugumferðastjóra ekki viðvarandi ástand á Keflavíkurflugvelli, þvert á móti, heldur geti komið upp tilfelli þar sem flugumferðastjórar veikjast eða forfallast með öðrum hætti. „Þá er reglan að sinna forgangsverkefnum," segir Friðþór. Þá er ekki kallaður út aukamannskapur, og það á sérstaklega við um helgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×