Fótbolti

Æfðu í rigningunni án Ara Freys

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir á Maksimir-vellinum í dag.
Strákarnir á Maksimir-vellinum í dag. vísir/HBG
Allir leikmenn íslenska landsliðsins taka nú þátt í æfingu á Maksimir-vellinum fyrir utan Ara Frey Skúlason.

Ari Freyr er með sýkingu undir ilinni og aðspurður sagðist hann vona það besta með morgundaginn. Hann var þó augljóslega hundfúll og það skiljanlega. Ari hefur verið lykilmaður í íslensku vörninni og yrði slæmt að vera án hans á morgun.

Það hellirignir í Zagreb og strákarnir eru hundblautir á þessari fyrstu og einu æfingu liðsins á keppnisvellinum.

Þeir lentu rétt fyrir hádegi en liðið var þá að koma frá Parma á Ítalíu þar sem það hefur æft undanfarna daga.

vísir/HBG

Tengdar fréttir

Króatar æfðu á Maksimir í kuldanum

Það er orðið ansi svalt á kvöldin í Zagreb og verður það á laugardag er Króatar taka á móti Íslandi á Maksimir-vellinum í Zagreb.

Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi

Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu.

Strákarnir lentir í Zagreb

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom loksins til Zagreb nú rétt fyrir hádegi.

Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga

Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska­ liðið sem ætlar sér st




Fleiri fréttir

Sjá meira


×