Erlent

Æfði sig áður en hann grandaði vélinni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Andreas Lubitz.
Andreas Lubitz. Visir/EPA
Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings í frönsku ölpunum í mars með þeim afleiðingum að allir 150 farþegar vélarinnar létust. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu.

Bild segist hafa heimildir fyrir því að Lubitz hafi þennan dag lækkað flugið hratt í um það bil eina mínútu án nokkurrar ástæðu á leið sinni frá Dusseldorf til Barcelona fyrr um daginn. Það hafi komið fram í flugrita vélarinnar, en frönsk stjórnvöld munu birta skýrslu um rannsóknina síðar í dag.


Tengdar fréttir

Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða

Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum.

„Opnaðu helvítis dyrnar!“

Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×