Enski boltinn

Advocaat fær gamlan lærisvein til Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toivonen lék undir stjórn Dick Advocaat hjá PSV Eindhoven.
Toivonen lék undir stjórn Dick Advocaat hjá PSV Eindhoven. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Sunderland hefur fengið sænska miðjumanninn Ola Toivonen á láni frá Rennes. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Toivonen þekkir vel til Dick Advocaat, knattspyrnustjóra Sunderland, en hann lék undir hans stjórn hjá PSV Eindhoven í Hollandi.

Toivonen hóf ferilinn hjá Dagerfors í heimalandinu og lék einnig með Örgryte og Malmö áður en hann fór til PSV árið 2009. Toivonen lék með hollenska liðinu í fimm ár áður en hann fór til Rennes í byrjun árs 2014.

Toivonen, sem er 29 ára, hefur leikið 43 landsleiki fyrir Svíþjóð og skorað níu mörk. Eitt þeirra kom í 3-2 sigri Svía á Íslendingum í vináttulandsleik í maí 2012.

Sunderland er í 19. og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir þrjár umferðir. Svörtu kettirnir hafa tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×