Innlent

Aðstoðuðu foreldra 60 fermingabarna að halda veislu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mæður í röð hjá Fjökskylduhjálp Íslands.
Mæður í röð hjá Fjökskylduhjálp Íslands. VÍSIR/GVA
Að minnsta kosti 600 fjölskyldur hafa leitað eftir mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir páskahátíðina í ár.

„Við aðstoðum foreldra 60 fermingarbarna við að halda fermignaveislur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, hjá Fjölskylduhjálp Íslands. „Vodafone afhenti okkur fimm Samsung Galaxy síma til þess að foreldrar sem ekki hafa til þess fjárráð geti gefið börnunum sínum í fermingargjöf.“

Fjölskylduhjálpin minnir þá á sem eru aflögufærir með páskaegg að opið verður hjá þeim í Iðufelli 14 í Reykjavík og Baldursgötu 14 Reykjanesbæ og tekið á móti eggjum. Þá verður opið til klukkan 18 í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×