Enski boltinn

Aðstoðarþjálfarinn fékk rautt fyrir að ýta við eigin leikmanni | Myndband

Eins og greint var frá fyrr í dag mótmæltu stuðningsmenn liðsins slæmu gengi liðsins með því að kasta tennisboltum og mandarínum inn á völlinn.

Reiðin beindist að stjórnarformanninum Karl Oyston sem hefur verið gagnrýndur fyrir hversu lítill peningur hefur farið í liðið síðan það féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2011.

Liðið er í 20. sæti ensku B-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Barry Ferguson stýrir nú liðinu tímabundið en hann er jafnframt leikmaður liðsins. Aðstoðarþjálfari hans, Bob Malcolm, var vísað upp í stúku af dómara leiksins eftir undarlegt atvik.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi ýtti Malcolm við Stephen Dobbie, leikmanni liðsins, rétt áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður.

Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndbandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×