Innlent

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs segir það „mikið ólán“ að klippt hafi verið á Sigurð Inga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa
Sigurður Ingi heldur ræðu á flokksþinginu í dag.
Sigurður Ingi heldur ræðu á flokksþinginu í dag. vísir/ernir
Greint var frá því fyrr í dag að klippt hafi verið á ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins í vefútsendingu flokksins frá flokksþinginu í dag. Hins vegar var ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins sýnd í beinni útsendingu.

Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs og tengiliður flokksins við fjölmiðla vegna flokksþingsins segir í samtali við fréttastofu að það sé „mikið ólán“ að klippt hafi verið á Sigurð Inga.

„Svona átti þetta ekki að fara eins og kemur fram í tölvupósti frá mér til fjölmiðla í morgun,“ segir Jóhannes Þór.

Hann segir að einhvern veginn hafi upplýsingar um að allir ráðherrar hafi átt að vera í útsendingunni ekki komist til skila til tæknimanna eða annarra sem sáu um útsendinguna.

„Okkur þykir þetta mjög leitt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×