Innlent

Aðstoðarmaður ráðherra segist ekki hafa logið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jóhannes segir ummæli sín hafi verið byggð á upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.
Jóhannes segir ummæli sín hafi verið byggð á upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Vísir
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hafnar því að hafa logið þegar hann sagði að hríðskotabyssur sem ríkislögreglustjóri hefur fengið hafi verið gjöf frá Norðmönnum. Upplýsingafulltrúi norska hersins hefur hinsvegar staðfest að um viðskipti hafi verið að ræða. Byssurnar hafi kostað 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið.

„Það er rétt að árétta að ég hef engu logið um þetta vélbyssumál, þó ýmsir vilji nú halda því fram. Að ljúga er að greina vísvitandi rangt frá,“ skrifar aðstoðarmaðurinn á Facebook en hann hefur verið harðlega gagnrýndir í kjölfar upplýsinga sem RÚV hafði eftir norska hernum í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hann á netinu í gær.

Jóhannes segir að allt sem hann hafi sagt um málið hafi verið byggt á þeim upplýsingum sem ráðuneytið hafi fengið frá ríkislögreglustjóra. Þá segir hann þær hafi verið staðfestar með yfirlýsingum embættisins í fjölmiðlum síðustu daga.

Málið er þó langt í frá skýrt. Í morgun sagði Dag Aamoth, ofursti og upplýsingafulltrúi norska hersins, í samtali við fréttastofu RÚV að erfitt væri fyrir herinn að láta bókhaldið stemma öðruvísi en greiðsla færi fram. „Verðið fyrir þessar 250 byssur var 625 þúsund norskar krónur,“ sagði hann. Viðskiptin áttu sér stað á milli hersins og íslensku Landhelgisgæslunnar, ekki lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum

Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu.

Léttvægar hríðskotabyssur

Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast.

Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin

Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar.

MP5 sögð öruggari en skammbyssa

Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×