Innlent

Aðstoðarmaður ráðherra: Úrbætur nauðsynlegar ef rétt reynist

Elías Jón Guðjónsson.
Elías Jón Guðjónsson.
„Það eru alvarlegar fullyrðingar sem koma fram á síðunni. Ef þær standast þá er það alvarlegt mál og það þarf að spyrjast fyrir um það," segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningamálaráðherra, sem sendi Guðmundi Franklín Jónssyni tölvupóst þar sem hann óskaði eftir svörum um meinta ritskoðun sem ný fjölmiðlalög eiga að hafa í för með sér.

Elías segist ekki hafa séð neitt sem styðji þær fullyrðingar, sem birtast á undirskriftasíðu sem Guðmundur er ábyrgðamaður fyrir. Elías segir það aftur á móti alvarlegt ef rétt reynist, því hafi hann sent Guðmundi póstinn í vinsamlegum tilgangi til þess að fá skýringar á þessum alvarlegu upplýsingum. Elías segir að ef nýjar upplýsingar kæmu upp úr dúrnum, og væru sannarlega réttar, þá kæmi hann þeim áleiðis til sérfræðinga ráðuneytisins til úrbóta.

Aðspurður hvort hann hafi sent póstinn fyrir hönd ráðherrans, svarar Elías neitandi. Hann hafi sent póstinn í sínu nafni.

Elías segir Guðmund bregðast við póstinum með furðulegum hætti. Hann reyni að gera spurningarnar totryggilegar sem er fráleitt að mati Elíasar.

Hann segir að það yrði til mikilla bóta fyrir umræðu um málið ef Guðmundur myndi svara þessum sex spurningum, enda mikilvægt að allar upplýsingar komi fram í henni.


Tengdar fréttir

Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt"

„Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×