Ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um spillinguna

 
Innlent
06:00 11. JANÚAR 2016
Jón H.B. Snorrason ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um ţađ hvers vegna hann hafi ekki látiđ greinargerđ fara áfram til ríkissaksóknara sem hefđi leitt til rannsóknar á yfirmanni í fíkniefnadeild lögreglunnar.
Jón H.B. Snorrason ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um ţađ hvers vegna hann hafi ekki látiđ greinargerđ fara áfram til ríkissaksóknara sem hefđi leitt til rannsóknar á yfirmanni í fíkniefnadeild lögreglunnar.

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta og tel það ekki eðlilegt á þessu stigi,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um málefni lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild sem ítrekað hefur verið bent á að leki upplýsingum til brotamanna.

Í Fréttablaðinu á laugardag benti Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar og undirmaður Jóns, á yfirmenn sína, þá Jón og Friðrik Smára Björgvinsson, og sagði að hann hefði komið til þeirra greinargerð í kjölfar þess að gerðar voru athugasmdir við störf lögreglufulltrúans. 


Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuđu afar náiđ saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.
Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuđu afar náiđ saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar. VÍSIR/ERNIR

Yfirmenn báru ábyrgð á að koma þeirri greinargerð áfram til ríkissaksóknara en það var ekki gert samkvæmt heimildum blaðsins.

Engin formleg rannsókn hefur því farið fram á málefnum lögreglufulltrúans þrátt fyrir að samstarfsfélagar hafi í áraraðir reynt að koma fram ábendingum um óeðlileg samskipti við brotamenn. Maðurinn hefur á nokkurra mánaða tímabili verið færður þrisvar sinnum til í starfi. 

Fulltrúinn gegnir ekki lengur yfirmannsstöðu í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu heldur starfar nú í tæknideild. Eitt af hans síðustu verkefnum sem yfirmaður í fíkniefnadeild var að stýra aðgerðum á vettvangi í tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra.

Þá gegndi hann raunar yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild sem er gagnrýnisvert  fyrirkomulag sem þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Þannig hafði hann allar upplýsingar um uppljóstrara og gat að sama skapi tekið ákvarðanir er sneru að rannsóknum innan fíkniefnadeildar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um spillinguna
Fara efst