ŢRIĐJUDAGUR 28. JÚNÍ NÝJAST 16:45

Ţrefaldur Evrópudeildarmeistari tekur viđ PSG

SPORT

Ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um spillinguna

 
Innlent
06:00 11. JANÚAR 2016
Jón H.B. Snorrason ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um ţađ hvers vegna hann hafi ekki látiđ greinargerđ fara áfram til ríkissaksóknara sem hefđi leitt til rannsóknar á yfirmanni í fíkniefnadeild lögreglunnar.
Jón H.B. Snorrason ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um ţađ hvers vegna hann hafi ekki látiđ greinargerđ fara áfram til ríkissaksóknara sem hefđi leitt til rannsóknar á yfirmanni í fíkniefnadeild lögreglunnar.

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta og tel það ekki eðlilegt á þessu stigi,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um málefni lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild sem ítrekað hefur verið bent á að leki upplýsingum til brotamanna.

Í Fréttablaðinu á laugardag benti Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar og undirmaður Jóns, á yfirmenn sína, þá Jón og Friðrik Smára Björgvinsson, og sagði að hann hefði komið til þeirra greinargerð í kjölfar þess að gerðar voru athugasmdir við störf lögreglufulltrúans. 


Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuđu afar náiđ saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.
Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuđu afar náiđ saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar. VÍSIR/ERNIR

Yfirmenn báru ábyrgð á að koma þeirri greinargerð áfram til ríkissaksóknara en það var ekki gert samkvæmt heimildum blaðsins.

Engin formleg rannsókn hefur því farið fram á málefnum lögreglufulltrúans þrátt fyrir að samstarfsfélagar hafi í áraraðir reynt að koma fram ábendingum um óeðlileg samskipti við brotamenn. Maðurinn hefur á nokkurra mánaða tímabili verið færður þrisvar sinnum til í starfi. 

Fulltrúinn gegnir ekki lengur yfirmannsstöðu í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu heldur starfar nú í tæknideild. Eitt af hans síðustu verkefnum sem yfirmaður í fíkniefnadeild var að stýra aðgerðum á vettvangi í tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra.

Þá gegndi hann raunar yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild sem er gagnrýnisvert  fyrirkomulag sem þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Þannig hafði hann allar upplýsingar um uppljóstrara og gat að sama skapi tekið ákvarðanir er sneru að rannsóknum innan fíkniefnadeildar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ađstođarlögreglustjóri neitar ađ tjá sig um spillinguna
Fara efst