Innlent

Aðstoða göngufólk á þremur stöðum á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum á Snæfellsnesi.
Frá björgunaraðgerðum á Snæfellsnesi. Landsbjörg
Björgunarsveitir hafa þurft að koma göngufólki til aðstoðar á þremur stöðum á landinu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi og er björgunarsveit frá Snæfellsnesi að koma manninum að sjúkrabíl.

Uppúr átta voru björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði kallaðar úr vegna konu sem er villt í þoku í Seyðisfirði.  Á sama tíma er björgunarsveit frá Hvolsvelli að fylgja eftir ábendingu um örmagna göngumann á Fimmvörðuhálsi,“ segir í tilkynningunni.

Frá Snæfellsnesi í kvöld.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×